Veskjasaumur :) og Papa joes

Í dag byrjaði hin svokallaða Kronefest hér i Linz svo borgin iðar af tónlist og skemtilegheitum :) ég var svo hepppin að það var svið rétt hjá búðinni okkar þar sem spilað var flott jazz tónlist allan daginn :) og var það ekki amalegt í sólinni , en ég var annars bara mjög upptekin að sauma og gera hálsmen :) en það var virkilega næs að hafa þessa tónlist svona í bakgrunninn , smá pása á Garðari Cortes :) sem er búin að vera vinsæll hjá okkur upp á síðkastið :) en eitt sem mig langaði að segja frá, það kom stelpa til okkur í dag sem var héðan en hún talaði reiprennandi Íslensku :) og vá það var skrítið , hún hafði verið eitt ár Aupair á Íslandi og hún ætlaði að fá að koma til okkar oftar til að fá að tala Íslensku :) eftir daginn í vinnuni komu Áslaug, Máney, Raggi, Gunnhilldur, Ingó og Nína og Áslaug bauð okkur á Papa Joes þar sem við fengum hinar bestu kræsingar , en viti menn þegar við vorum búin að borða var komin líka þessi grenjandi rigning svo það var gott að vera bara á leiðinni heim í náttfötin og er það staðan eins og er :) á náttfötonum að fá mér teið mitt og blogga þessi líka reiðinnar býsn, en knús og kossar til grislinganna minna á Íslandi og vonast til að fá að sjá ykkur fljótlega

Kveðja Mamma ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

það er alveg ljóst að það liggur misvel fyrir okkur að læra ný tungumál. Og íslenskan auðvitað með erfiðari málum að læra. Flott hjá þessari stúlku.

Þú hefur greinilega haft það kósí og notalegt á náttfötunum í gær

Jóna Á. Gísladóttir, 23.8.2008 kl. 12:40

2 identicon

Hæ Hó,

Biðjum að heilsa frá rigningunni í Danmörku... Svo er bara að vakna snemma í fyrramálið og hlusta á Rás 2... Reyndar er leikurinn sýndur í beinni í sjónvarpinu hérna... Svo er einn sportbar niður í bæ sem ætlar að opna í fyrramálið og sýna leikinn á risa skjá.

Bestu kveðjur frá Horsens

Friðrik og Co

Friðrik og co í Horsens (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 19:56

3 Smámynd: Helga Björg

Já takk :) Raggi verður víst akkurat í bílnum á leyðinni að skuttla liðinu til Munchen á meðan leikurinn er , en ef ég þekki hann rétt finnur hann einhverja tæknilega leið til þess að horfa á þetta á leiðinni :) þó það væri ekki nema í símanum :) getur kanski tengt skjáin í bílnum við símann :) og kærar kveðjur héðan eigum eftir að sakna ykkar þegar miðaldafestið verður ;)

Helga Björg, 23.8.2008 kl. 22:20

4 Smámynd: Helga Björg

Já ég hálf skammaðist mín að vera enþá að sletta hér með Íslensku og ensku eftir að hafa talað við hana :) og svo með teið það er svoa ritual hjá mér "svona einn af föstum venjum sem ég get ekki verið án það er að um 10 á kvöldin verð égað fá camillute ;) strange en það er soleis og ferlega cosy ;)

Helga Björg, 23.8.2008 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband