Pflasterspektakel

Jæ ja þá er bara hvar á ég að byrja komið soltið síðan ég hef sett inn blogg , en það er búið að vera meira en nóg að gera og svo er ég víst búin að fylla kvótann fyrir mánuðinn í myndadownloadi á msn síðuna svo ég reyni að setja eithvað af myndum á mbl síðuna.  Svo er náttla alltaf eithvað nýtt að gerast á mýr síðunni, allavega þá er Gréta búin að koma og fara og má segja að hún hafi slegið í gegn hér í Linz hún er dáð af öllum og fólk mikið hrifið af hennar verkum sama hvað það er við vorum svo heppnar að hún var akkurat hér og stíliseraði fyrir okkur myndatöku þar sem sjálf frúin var módel og held að ég hafa bara staðið mig ágætlega.
Það er svona helst að gerast hjá okkur að ég er að gera spangir núna á fullu og búin að selja líka er bara nokkuð montin með þær, set inn myndir af þeim, hálsmenin eru alveg að seljast eða svona að meðaltali eitt á dag sem er nokkuð gott ;) svona miðað við að ég er að byrja, já svo sjáið þið á myndunum að vinsælasta veitingarhúsið í Linz pa'a sem er lifræn veitingastaður og þykir svona frekar flottur er með veitingasölu eða svokallaðan prosecco bar fyrir utan hjá okkur um helgina
Já því núna um helgina er mesta fjörið í Linz, það er Pflasterspektakel þar sem allir útilistamennirnir koma og ekki amalegt að vera með pa'a við dyrnar hjá sér.  Þetta dregur líka að helling af fólki ;) og er mest af öllu gaman, allavega svona allt við það sama hjá okkur, sakna krílanna mina en vona að Inga sé bráðum að koma í heimsókn og Ingó kemur í byrjun ágúst svo það er allt að gerast þar og það er náttla það sem er mest spennandi fyrir utan það má segja að ég sé alltaf í vinnunni og er það bara gaman :)
Svo er hún Rúna Hans að koma til okkar og erum við spenntar að taka á móti henni, allavega þetta er svona það helsta í bili
bis bald Helga Björg

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband