29.6.2008 | 08:39
verkefni í gangi
Núna ætla ég aðeins að fara yfir hvernig gengur með verkefnin sem eru í gangi þessa dagana.
Gistiheimilið, það er komið á skrið ég, Raggi, Júlli, Fjóla og allir lögðumst á eitt að markaðsetja það soltið og viti menn, það er eithvað að birta til í þeim málum. Júlli snillingurinn á stóran þátt í því og vonandi er þetta komið til að vera.
Nr 2 var það svo að setja upp sýningu fyrir Lindu systir hér í Linz og í Salzburg og má segja að það sé komið gott betur en það þar sem við erum komnar með sýningarsal sem er einn hinn flottasti hér á svæðinu og er þá bara eftir að finna góðan stað í Salzburg svo það er komið á skrið.
Nr 3 er það svo námið sem ég stefni á að klára í oktober og lítur bara ágætlega út með það eins og allir sem skoða síðuna vita þá er ég að fá bara ágætis einkanir fyrir það sem ég er búin að gera og ef það heldur áfram sem stefnir gengur það upp.
Svo er það nr 4, þar er á dagskrá að vera með íslenska listamenn sem koma og eru með hönnunarsýningu hér í þessari nýju menningarborg og gengur það bara þokkalega við erum mjög svo montnar með það að þar eru þegar 2 frábærar konur sem eru á leiðinni til okkar að vinna í viku hver og hlakkar okkur mikið til að vinna með það sem frá þeim kemur :)
Síðan það sem er ekki á listanum, þá eru það kropparnir mínir, en maður er nú ekki að setja þau á lista, þau eru alltaf fyrst á listanum og verð ég að segja að þau eru bara hetjur hvert og eitt Robbi rúllaði upp skólnum og er svo busy í socialífinu að maður er heppin að hitta hann nokra tíma á dag, síðan er hann náttla að fara til íslands núna 6 júli og verður í sumar hjá pabba sínum og Svölu og verður það nú bara ævintyri fyrir hann. Síðan er það Ingó krúsidúllinn minn sem vakir og sofir yfir hestöflum, hann er búin að ná bílprófinu svo fátt annað kemst að hjá honum en bílar enda ekki langt að sækja það ;) hann stefnir á að flytja hingað til okkar í lok júlí og hlakkar okkur miiiiiiikið til. Held að honum hlakki mest til að koma og þrífa porchinn en það er ekki kanski eftst á lista hjá okkur ;) en gaman að hann vill gera það, þá er það Ingan hún er náttla bara stjarna þessi prinsessa sama hvað hún gerir það er alltaf best bara einhver eiginleiki sem hún hefur hún stefnir á háskólann í haust í Lögfræði hvorki meira né minna. Í sumar ætlar hún að vinna og vinna eins mikið og er í boði svo það er bara frábært ,
Síðan er það Erfðaprinsinn sem kom hingað og hjálpaði mömmu sinni að gera búðina ready og stóð sig eins og hetja hann er bara duglegur og stendur sig ekkert smá vel, hann klárar námið sitt næsta vor og ætlar hann og Linda þá að koma og flytja til okkar og vá hvað það verður gaman þau eru bara dugleg þessar elskur og þakka ég guði fyrir það á hverjum degi , og svo er það náttla Bigginn hann er Lögregla og ekkert smá flott lögga á leiðinni í lögguskólann eftir áramót.
Svo er það bara Sóley en hún er ennþá að bagsla við að fatta hvar hún á að fara á klósettið en sennilega einn besti og fallegasti hundur sem til er og náttla jökull en hann er töffari dauðans eins og sagt er hann er bara soltið flottiur og coool gæji hann veit sko alveg hvar hann á að fara á klósettið
jæ ja þá er það upp talið í bili og með svona sögu er ekki hægt að kvarta ;) ég er heppinn tjuss baba bis bald
Athugasemdir
Þið eruð öll frábær.
kv Ásrún frænka
Ásrún Frænka (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 10:10
æi takk fyrir það ;) þú líka bestasta frænkan
Helga Björg, 4.7.2008 kl. 18:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.