28.5.2008 | 07:39
Útskrift og Íslandsferð
JÆ ja þá er mín aftur komin heim og prinsessan útskrifuð úr Versló með stæl :) það er nú aldeilis heil hellingur búin að vera á döfini er bara búin að vera of busy til að setja inn línur en allavega þá komu Öddi og Gulla í heimsókn með stelpurnar þau komu hérna brunandi frá Fredrikshafen í sólina hérna hjá okkur og það var skellt sér í að grilla en eithvað var tíminn fljótur að líða vegna þess að maturinn var soltið mikið of eldaður :) og held ég að það sé í fyrsta skifti sem ég lendi í því að elda svona :) og voandi í það síðasta en þrátt fyrir það áttum við mjög svo notalega kvöldstund með þeim og langar mig að þakka þeim fyrir komuna og vona að sjá þau sem fyrst aftur og vonandi þá höfum við aðeins meiri tíma :) þau heldu svo áfram á föstudginum og ætuðu að keyra um Austurríki og þýskaland og reyna kanski að kíkja eithvað til´Italíu , alavega þá vaknaði ég snemma og allt sett á fullt því það var lítill tími og við linda stefndum á að taka lestina kl 10 til Vín því að það var komið að stóra atburðinum Linda að halda sína fyrstu syningu í Austurríki :) og ég þurfti að vera búin að pakka fyrir Islandsferð því ég fór svo beint af sýningunni til íslands :) allaveg þá tókst þetta og langar mig að segja ég á systur sem eru algerir snillingar sýingin var hreint út sagt frábær og mikið gaman að fá að taka þátt í að skipuleggja hana , já bara innilega til hamingju með þennan áfanga sys þetta var frábært og virkilega mikið gaman að vinna þetta með Rut og Norbert , en sýningin var haldin í syningaraðstöðu þeirra Room service í vín og ættu allir sem fara þangað að nýta sér það sem þau hafa upp á að bjóða þar :) síðan eftir ikið og skemmtilegt opnunarparty var brunað í sturtu lagt sig ítvo tíma og svo bara af stað til Íslands loksins að fá að knúsa kroppana mína :) , ég vr komin til Íslans um miðjan dag og fékk ekkert smá flottar mótökur Sigrún Inga var búin að plana alskonar uppákomur og svo kom Ingó og Júlli og Linda og fór nú alveg fyrsti dagurinn mikið í að bara hitta alla , síðan var að byrja að gera það sem þurfti til að undirbúa veislu en ég verð nú að segja að maður er nú soltið heppin að eiga mömmu sem heldur party eins auðveldlega og aðrir bursta í sér tennurnar getur komið sér vel svo þetta var nú frekar lítið sem ég þurfti að gera , jú ég saumaði dressið á prinsessuna og var það soltið gaman og tókst bara nokkuð vel til þó svo að það hafi soltið verið á síðustu stundu tók þetta allt mjög farsælan endi og prinsessan ánægð :) síðan ´komu Raggi og Robbi til Ísland á fimmtudeginum og við fórum í útskrift hjá Andreu frænku sem var alveg frábær , hún var akkurat á sama tíma og hittingurinn hjá leshópnum svo ég varð að sleppa honum en leshóðurinn var akkurat að hittast á sama tíma og verð ég bara að vona að ég verði svo heppin að vera aftur á Íslandi næst þegar þau hittast það væri gaman núna erum við að lesa þúsund bjartar sólir og lofar hún só far góðu :) á laugardeginum var svo stefnan tekin á Háskólabío þar sem útskriftin fór fram og vá það er bara ótrúleg tilfinning að sitja þarna og horfa á prinsessuna ná þessum áfanga þaðer svo skrítið athöfnin er frekar löng en gengur mjög vel fyrir sig og það var verið að útskrifa 270 krakka en tilfinningin hjá manni er eins og það sé sko bara verið að útskrifa einn og maður situr bara með sælubros og sér litið nema bara sinn eigin unga veit ekkert hvort þetta er svona hjá öllumeen svona var það hjá mér maður gæti þess vega sitið mikklu lengur tíminn er bara svo fljótur að líða þegar maður á sjólfur unga að útskrifast :) ég er svo heppin á 4 svona ótrulega vel heppnaða einstaklinga sem eru hver fyrir sig algerar hetjur og standa sig ekkert smá vel , hvað er hægt að byða um meira en það váá , allavega svo náttla var það veislan sem var svo haldin á Grænagarðinum og hafði ég þann háttinn á ég fékk vini og vandamenn til að mæta með veitingarnar og vá út kom eingin smáræðis veisla það er bara eins og ég hafi valið vikonurnar eftir hvernig kökur þær baka :) þetta var frábært :) og gekk svona líka flott og vel og var þá þá kanski ekki minst hún ofurmamma mín sem sá fyrir því og þúsund þakk enn og aftur fyrir það , síðan var það nú bara rólegheit og kveðja alla aftur á mánudeginum farið í heimsóknir og fengið heimsóknir , í gær komum við svo heim og var það soltið langur dagur flugum fyrst til Frdrikshafen og keyrðum svo til Linz og þaðtekur 4 tíma en erum allavega komin heim ´´i sólin í gær vaar 30 stiga hiti og stefnir á ekki minni hita í dag og planið er að koma garðinum í gott horf og þvottinum fara svo og hitta Maríu á kaffi eða hér vorum allavega búnar að mæla okkur mót í dag , og svo vera tilbúin að klára næsta áfnga í skólanum í þessari viku :) ég var búin að lofa einhverjum að taka svona fyrir og eftir myndir af garðinum áður en ég byrjaði og ætla ég að gera það en hann er soltið skrautlegur núna eftir að vera einn heima í viku :):) allavega tjuss baba og hlakka til að sjá ykkur öll sem fyrst
Athugasemdir
Til hamingju með prinsessuna
Já, það verður seint fullþakkað að eiga vel heppnuð börn, en auðvitað máttu ekki gleyma að gefa sjálfri þér smá part af hrósinu. Uppeldið hefur svo sannarlega sitt að segja, ekki satt.
Takk fyrir bónorðið
Jóna Á. Gísladóttir, 28.5.2008 kl. 10:34
Takk fyrir það
Ja kanski það sé að skila sér það sem maður er búin að gera í gegnum tíðina , væri nú næs að geta miðlað þessari tilfinningu til þeirra sem eru með lítil börn ég hef nú aldrey hugsað þetta svoleis en vá hvað það væri næs að geta miðlað þessu áfram
og velkomin ber mikkla virðingu fyrir þér ég er svo heppin að þátturin hjá valdísi byrjar klukkan ellefu á sunnudagsmorgnum hjá mér og þá sest ég með viðhöfn fyrir framan útvarpið á netinu og hlusta
Helga Björg, 28.5.2008 kl. 16:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.