1.5.2008 | 08:54
Að líta sér nær
Ég verð að fá að tja mig hér um mál sem hefur komið upp hér í áusturríki og er það óhugnaðurinn sem gerðist bara hér 30 km frá okkur í kjallarholu og eru það fá orð sem lýsa þessum viðbjóði sem þarna fór fram og er fátt sem bætir fyrir það, en ég núna er þetta að verða soltið skrítið að mér finnst fólk virðist virkilega geta haldið því fram að þetta séu sér Austurísk einkenni og var það meira að segja virt fréttakona frá Englandi sem hafði það eftir að hún gæti bara ekki ímyndað sér að svona gerðist í Englandi , en heir heir !!!! þetta er að gerast allstaðar og er ekki til svo lítið landrými að það sé ekki stundað en hvort fólki hafi yfir höfuð tekist að grafa þetta upp úr jörðinni er svo annað mál.
Þessir hlutir eru að gerast beint fyrir framan nefið á fólki og það bara snýr sér í hina áttina, er það eithvað betra ???? meira að segja finnur maður hér að fólkið og fleiri hér hafa miklar áhyggjur af því hvað þetta er að gera fyrir ímyndina á Austurríki, fólk spyr mig hér áhyggjufullt hvort ég sé að fá spurningar um hvort allir Austuríkismenn séu svona hvort það sé fólk falið í öllum kjöllurum , hvað er að eithvað mikið allavega eitthvað sem þarf að laga og það þarf að gerast fljótlega held ég það þarf að verða mikil viðhorfsbreyting í þessum málum ,fólk þarf að fara að horfa í kringum sig svo þessir menn komist ekki upp með þessa hluti hvort sem þeir geri það í stofunni heima hjá sér, í skólum eða kjöllurum og að halda það að þetta sé eithvað sér Austurrískt fyrirbæri er að vera blindur og vona ég svo innilega að fólk farið að gera eithvað í málunum og hætta að hafa áhyggjur af því hvað það geri þeirra ímynd að svona hlutir komi fram í dagsljósið .
En svona þar sem þetta er mín fyrsta færsla hér langar mig að segja ég bý hér í Austurríki og hef í rétt um ár núna með kærastanum mínum sem heitir Raggi og er það ágreiningsmál hvort ég eigi að kalla hann kærasta þar sem ég sé 42 ára gömul :) ég á 4 ÆÐISLEG börn sem eru öll að verða fullorðin nema lillinn minn sem var að ná þeim áfanga að vera 13 hann er hér í alþjóðlegum skóla og stendur sig eins og hetja er að brillera þar. Honum finnst eithvað cool að vera í enskumælandi skóla :) sem er gott við búum svona upp í sveit en samt niðrí bæ það er að segja við erum 10 mín frá miðbænum en með bóndbæ við hliðna á okkur og ekta Austurrísk útsýni út um alla glugga og eru það mikil forréttindi.
Við búum líka í húsi sem var byggt sem kommúna :) eða svona einhver mynd af því þar sem það er mottóið hér að hjálpa náunganum og að allir leggi sitt af mörkum að öllum líði vel og gangi sem flest í haginn, jæ ja þar til seinna, bis bald tjuss baba
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.