Færsluflokkur: Bloggar

Garðurinn

Ég verð að fá að segja smá um garðinn minn, það kom nefnilega tími í vor þar sem bloggin mín voru meira og minna bara um hann :) svo kom búðin þannig að hún stal allri athyglinni :) en nú ætla ég aðeins að uppfæra fréttir af honum :)

Þar er semsagt allt í blóma núna enda búið að Rigna hér fyrir allan næsta áratug :) en það er ástæðan held ég fyrir þessum geggjaða áhuga mínum á görðum og þá kanski helst mínum garði að það er sama á hverju gengur, garðurinn blómstar á sumrin og vorin svo lengi sem maður sinnir honum eitthvað smá.  Þarf kanski ekki svona maniskt einsog ég en allavega eithvað, svo er það annað með garðinn held að sonurinn sé að feta í fótspor móður sinnar, við fórum nefnilega í vor og keyptum litil fræ í pokum svo hann gæti sett niður i sinn litla sæta grænmetisgarð :) nema viti menn þessi litlu sætu fræ eru orðin huuuuuuuges monsters :) gleymdum eithvað að gera ráð fyrir því þegar við gerðum litlu holurnar og settum niður litlu fræin að þau stækka :) og þá meina ég stækka :) garðurinn er nú bara svona meðal litill :) hann setti niður einhver ósköp af kurbis , hann setti niður nokkur sólblom sem hvert um sig verða 220 á hæð, hann setti niður mais sem verður annað eins :) og svo til að bæta það setti hann niður zuccini :) og ég get sagt ykkur það garðurinn er að springa :)

þetta er svo fyrir utan radísurnar kálið og kryddið og svo blómin sem áttu að skreyta þetta allt saman , en allavega ég setti inn myndir í dag af herlegheitunum svo hann sem er nú staddur á Islandi og þeir sem hafa áhuga geti séð þetta :) bis bald takk Helga Björg


Íslenskt sumarveður hér

Héðan er lítiðað frétta annað en það að það er  alltaf eithvað spennandi að gerast í vinunni , og það styttist í að Ingó komi og vonandi eithvað Ingan Líka , annars eum við Raggi búin að vera 2 heima núna í nokkra daga við vorum að taka það saman Róbert er í 2 mánuði á Islandi og af þeim tímaerumvið tvö í 4 daga :) svo maður getur sko ekki kvartað undan því að fólk komi ekki í heimsókn:) Rúna kemur á morgun og erum við Linda spenntar að fá hana það verður  gaman að hafa hana hjá okkur , annars hef ég verið að sauma núna svona hundaklúta sem eru soltið krúttaðir þeir sem þekkja mig vita að það þarf helst að vera pífur og slaufur á öllu sem ég geri svo það er engin undanteknig á því á hundaklútonum þeir eru soltið krúttaðir og Inga ég sendi þér á Jökul og Amor þegar Rúna kemur heim ;) Linda er búin að selja helling af myndum núna sem verða sóttar í dag og á  morgun , Júlli bróðir Rúna og Haukur koma núna í byrjun ágúst og vonandi verður nú veðrið orðið eithvað skárra ekki það að mér finst þetta gott veður ekkert of heitt bara næs en það væri gaman fyrr krakkana að geta farið soltið í sundlaugarnar síðan koma Áslaug og Máney 17 ágúst , jæ ja það er eiginlega litið meira a segja í bili bara nóg að gera og kveðjur á klakann tjuss baba Helga Björg

Pflasterspektakel

Jæ ja þá er bara hvar á ég að byrja komið soltið síðan ég hef sett inn blogg , en það er búið að vera meira en nóg að gera og svo er ég víst búin að fylla kvótann fyrir mánuðinn í myndadownloadi á msn síðuna svo ég reyni að setja eithvað af myndum á mbl síðuna.  Svo er náttla alltaf eithvað nýtt að gerast á mýr síðunni, allavega þá er Gréta búin að koma og fara og má segja að hún hafi slegið í gegn hér í Linz hún er dáð af öllum og fólk mikið hrifið af hennar verkum sama hvað það er við vorum svo heppnar að hún var akkurat hér og stíliseraði fyrir okkur myndatöku þar sem sjálf frúin var módel og held að ég hafa bara staðið mig ágætlega.
Það er svona helst að gerast hjá okkur að ég er að gera spangir núna á fullu og búin að selja líka er bara nokkuð montin með þær, set inn myndir af þeim, hálsmenin eru alveg að seljast eða svona að meðaltali eitt á dag sem er nokkuð gott ;) svona miðað við að ég er að byrja, já svo sjáið þið á myndunum að vinsælasta veitingarhúsið í Linz pa'a sem er lifræn veitingastaður og þykir svona frekar flottur er með veitingasölu eða svokallaðan prosecco bar fyrir utan hjá okkur um helgina
Já því núna um helgina er mesta fjörið í Linz, það er Pflasterspektakel þar sem allir útilistamennirnir koma og ekki amalegt að vera með pa'a við dyrnar hjá sér.  Þetta dregur líka að helling af fólki ;) og er mest af öllu gaman, allavega svona allt við það sama hjá okkur, sakna krílanna mina en vona að Inga sé bráðum að koma í heimsókn og Ingó kemur í byrjun ágúst svo það er allt að gerast þar og það er náttla það sem er mest spennandi fyrir utan það má segja að ég sé alltaf í vinnunni og er það bara gaman :)
Svo er hún Rúna Hans að koma til okkar og erum við spenntar að taka á móti henni, allavega þetta er svona það helsta í bili
bis bald Helga Björg

Gréta og Gísli kominn

Gréta og Gísli eru komin og allt á fulli verð nú að segja að það er gaman að fá svona lítinn kropp í heimsókn hann er nú algert æði þessi stubbur brosir bara allan hringinn út í eitt , svo er Gréta að vinna hjá okkur og nóg að gera stelpurnar í húsinu eru að passa Gísla á daginnog eru þær 5 að stja við töffarann út í eitt svo honum leiðist það ekki Alma og Viktor eru soltið bara að hafa það cosy þessa dagana spila mónopoly og allan pakkann og held ég að þeim leiðist það ekki við Linda erum svo á fullu að undirbúa opnunarparty sem verður á morgun og lítur allt út fyrir að við verðum búnar að safna fyrir því sjúkks Grin  setti inn fullt af myndum sem kanski segja meira Kveðja tjuss baba Helga í Austría

Helga og Hafdís farnareftir mikið stelpustuð

Jæ ja á eru Hafdís og Helga farnar eftir mikið stelpustuð hér á heimilinu það er hægt að segja að þetta var mikið stuð og mikið gaman og virkilega næs að fá svona hressar stelpur í heimsókn :) og svo er náttla ekki síður gaman að hafa Viktor og Ölmu hér hjá okkur getur engin kvartað undan svona félagskap :) svo í dag koma Gréta og Gisli og hlakkar stelpunum í húsinu mikið til að fá svona lítinn kropp í húsið og verður það án efa ævintýri að fá þau hingað síðan má segja að það snúist allt soltið mikið um að undirbúa opnunarparty sem verður í búðinni á föstudaginn ,og vona ég að það verði gaman við Linda erum nú eins og alþjóð veit soltið mikið blankar og erum kanski að taka soltið stórann séns en núna snýst allt um að eiga fyrir veitingum á opnunarpartýinu svo það má segja að það sé mikil spenna í loftinu :) ég var nú soltið montin í gær en þá var ég komin með allavega fyrir leigunni svo það er vonum framar takmarkið svona í byrjun var að selja fyrir leigunni svona til að byrja með og er ég að ná því bara fyrir 10 svo ég get ekki kvartað þá er bara að vona að við náum að að selja eithvað fyrir veitingum í opnunarpartýinu :):):) já það má nú kanski segja að mar sé pínu klikkk en maður reynir að bjarga sér tjuss baba bis bald Helga og co í Austría

Róbert farinn til Íslands og Helga og Hafdís á leyðinni

Jæ ja þá er gæinn búinn að klára sitt fyrsta á í Alþjóðlegum skóla ogeinsog ég hef áður sagt stóð sig með stæl Wizard  svo lagði hann í hann í morgun með Tómasi vini sínum , Ninu og Níls til Íslands og verður hanns ssárt saknað , en svo með sömu vél koma Helga Vinkona og Hafdís og á eftir að vera hér eitt stórt og förugt stelpupartý næstu 3 daga :) og vonandi fá þær gott veður þennann stutta tíma sem þær stoppa , allavega Alma er komin með Viktori út í garð að brúnka sig svo er stefnan tekin á rólegheitadag smá undirbúningur fyrir fjöruga daga framundan ;) bis bald Helga Björg

Alma og Viktor í heimsókn

Þá eru Alma og Viktor komin í heimsókn og mikið að gerast á heimilinu það er ekkert smá gaman að fá þau í heimsókn og vona ég að þau eigi eftir að njóta verunnar hérí gær  fórum við í smá skoðunarferð um bæinn og tjékkuðum smá út H&M og soleis síðan fór ég að vinna og þau fóru með Robba í Park bad svona aðeins til að slappa af eftir langt ferðalag og lítinn svefn ég held að þau hafi bara notið þess  ;) síðan þegar við Raggi vorum búin að vinna fórum við og hittum þau og við fengum okkur smá snarl í park bad , eftir það var bara skellt sér heim þar sem prinsessan á heimilinu hún ´S'oley var ein heima og örugglega alveg kominn tími á að veita henni sma félagskap bara rólegt kvöld og skellt sér snemm í háttinn , í dag verð ég svo i fríi svo það verður eithvað verið í sólinni og kanski bara grillað í kvöld hver veit allavega styttist svo í að Helga og Hafdís þær koma á sunnudaginn og verður þá án efa mikið fjör á staðnum Robbi fer til Island á Sunnuddaginn með Nils og Ninu svo það verður skrítið að vera Robbalaus í Austuríki en svona er það verður nóg að gera í vinnunni en ég get nú ekki sagt að það sé brjóluð traffik en svona einn og einn dettur inn sem er bara næs well bis bald Helga og co

verkefni í gangi

Núna ætla ég aðeins að fara yfir hvernig gengur með verkefnin sem eru í gangi þessa dagana. 
Gistiheimilið, það er komið á skrið ég, Raggi, Júlli, Fjóla og allir lögðumst á eitt að markaðsetja það soltið og viti menn, það er eithvað að birta til í þeim málum.  Júlli snillingurinn á stóran þátt í því og vonandi er þetta komið til að vera.
Nr 2 var það svo að setja upp sýningu fyrir Lindu systir hér í Linz og í Salzburg og má segja að það sé komið gott betur en það þar sem við erum komnar með sýningarsal sem er einn hinn flottasti hér á svæðinu og er þá bara eftir að finna góðan stað í Salzburg svo það er komið á skrið.
Nr 3 er það svo námið sem ég stefni á að klára í oktober og lítur bara ágætlega út með það eins og allir sem skoða síðuna vita þá er ég að fá bara ágætis einkanir fyrir það sem ég er búin að gera og ef það heldur áfram sem stefnir gengur það upp.
Svo er það nr 4, þar er á dagskrá að vera með íslenska listamenn sem koma og eru með hönnunarsýningu hér í þessari nýju menningarborg og gengur það bara þokkalega við erum mjög svo montnar með það að þar eru þegar 2 frábærar konur sem eru á leiðinni til okkar að vinna í viku hver og hlakkar okkur mikið til að vinna með það sem frá þeim kemur :)
Síðan það sem er ekki á listanum, þá eru það kropparnir mínir, en maður er nú ekki að setja þau á lista, þau eru alltaf fyrst á listanum og verð ég að segja að þau eru bara hetjur hvert og eitt Robbi rúllaði upp skólnum og er svo busy í socialífinu að maður er heppin að hitta hann nokra tíma á dag, síðan er hann náttla að fara til íslands núna 6 júli og verður í sumar hjá pabba sínum og Svölu og verður það nú bara ævintyri fyrir hann.  Síðan er það Ingó krúsidúllinn minn sem vakir og sofir yfir hestöflum, hann er búin að ná bílprófinu svo fátt annað kemst að hjá honum en bílar enda ekki langt að sækja það ;) hann stefnir á að flytja hingað til okkar í lok júlí og hlakkar okkur miiiiiiikið til.  Held að honum hlakki mest til að koma og þrífa porchinn en það er ekki kanski eftst á lista hjá okkur ;) en gaman að hann vill gera það, þá er það Ingan hún er náttla bara stjarna þessi prinsessa sama hvað hún gerir það er alltaf best bara einhver eiginleiki sem hún hefur hún stefnir á háskólann í haust í Lögfræði hvorki meira né minna.  Í sumar ætlar hún að vinna og vinna eins mikið og er í boði svo það er bara frábært ,
Síðan er það Erfðaprinsinn sem kom hingað og hjálpaði mömmu sinni að gera búðina ready og stóð sig eins og hetja hann er bara duglegur og stendur sig ekkert smá vel, hann klárar námið sitt næsta vor og ætlar hann og Linda þá að koma og flytja til okkar og vá hvað það verður gaman Open-mouthed þau eru bara dugleg þessar elskur og þakka ég guði fyrir það á hverjum degi , og svo er það náttla Bigginn hann er Lögregla og ekkert smá flott lögga á leiðinni í lögguskólann eftir áramót.
Svo er það bara Sóley en hún er ennþá að bagsla við að fatta hvar hún á að fara á klósettið Open-mouthed en sennilega einn besti og fallegasti hundur sem til er og náttla jökull en hann er töffari dauðans eins og sagt er hann er bara soltið flottiur og coool gæji hann veit sko alveg hvar hann á að fara á klósettið
jæ ja þá er það upp talið í bili og með svona sögu er ekki hægt að kvarta ;) ég er heppinn tjuss baba bis bald

Eithvað nýtt á hverju degi

Það er nú hægt að segja  að það er gaman hjá mér ég er að föndra allan daginn og finst það náttla ekki leiðinlegt það er eithvað nýtt á hverjum degi og úrvalið er frábært enværi nú alveg til í nokkra klukkutímatil viðbótar við vinnudaginn ef ég ætlaði að framkvæma allt sem mér dettur í hug :) en það verður bara að vera þolinmóður og gera þetta eitt ieinu en listinn yfir það sem ég ætla að gera er langr og æri sko alveg til í saumakonu til að létta undir :) en það verður að bíða betri tíma :) annars er hún Gréta að koma og ætlar að vinna hjá okkur og hlakkar okkur mikið til þess :) Alma vinkona og Viktor hennar eru að koma í heimsókn núna 3 júlí og vorum við Raggi að Taka það saman í gærkveldi að það verður sennilega viðstöðulaus gesagangur hjá okkur fram a haust :) og það er eithvað sem maður hrósan sig sælan yfir svona þegar maður er blankur í útl0ndum og kanski hefur ekki ráð á að fara til 'Islands í bili þá er ekkert smá gaman að fá alla þessa gesti :) ekki allir svona heppnir :)allavega hlakkar okkur til Raggi vinnur alla daga allan daginn og er Robbi komin í vist með Soley sem er á fullu að reyna að læra að pissa úti :) það er smá að flækjast fyrir henni enþá en ég held samt að það sé alveg að koma hér er búið að teppaleggja nánast með einhveskonar hunda pissudúkum :) svo á maður að fækka þeim smátt og smátt og vonandi verður þeim nú farið að fækka þegar gestagangrinn byrjar :) Robbi er busy þennann daginn hér á stofuborðinu með vinum sínum að spila póker :) og svo eru þeir með leikinn á fullu svo maður er smá svona uvafin karlhormónum þessa dagana þegar maður er heima :) jæ ja best að fara að gera eithvað af viti sé ykkur seinna set næstum daglega inn myndir svona svo allir geti fylgst með gangi máli og vona að fólk sé sátt við það kveðja að sonni Helga Björg og co í Austría

Allt að verða tilbúið

Jæ ja þá er í dag af okkur að frétta að Siggi Pétur og Einar fóru heim í dag eftir að ég held mjög vel heppnaða ferð og held að þeir hafi bara farið sáttir heim :) og vonumst við að sjá þá sem fyrst aftur og þá kanski bara með frúnnar í ferð ;) allavega þá erum við Linda að verða búnar að standsetja vinnustofuna okkar og fer bara alvega að styttast í að þið fáið að sjá myndir af fullbúinni ´vinnustofunni okkar og verð ég að segja að það er gaman að gera svona þegar fólk synir því svona mikinn áhuga og allir sem koma hrósa þessu í hástert og má segja að við súm búnar að gera þetta fyrir lítinn sem engann pening bbara mikkla vinnu og erum við knaski ánægðastar með það :) að vísu gaf mamma okur þessa líka eðal kaffikönnu í innfluttningsgjöf og hefur hún sko staðið fyrir sínu :) setti inn eithvað af myndum og vonumst við til þess að listamenn hafi áhuga á að koma og staldra við hjá okkur og vinna fyrir fæði og húsnæði ;) í svona eins og viku þá verður sko skemmtileg stemming og er aðstaðan má segja mjög góð og hverfið frábært og góður andi welll bless í bili og hlaka til að sjá ykkur sem flest bæjó

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband